Stigahlíð–Deild

SF-V 25

Hnit – Coordinates: N66,19294, V23,44219
Sveitarfélag – Municipality: Bolungarvík
IBA-viðmið – Category: A4iii, B2
Stærð – Area: 622 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Stigahlíð liggur vestur af Bolungarvík, sæbrött, skriðurunnin og klettótt. Ysti hluti hennar heitir Deild, 636 m y.s., og er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð (≥10.000 pör). Þar verpur mjög mikið af fýl (33.541 par), einnig tæplega 6% íslenska hvítmáfsstofnsins (139 pör), og töluvert af svartbak (um 100 pör). Þess má geta að fýlsvarp er inn með allri Stigahlíð en það er langmest í Deild og því er sá hluti sérstaklega tilgreindur hér.

Helstu varpfuglar í Stigahlíð–Deild – Key bird species breeding in Stigahlíð–Deild

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Fýll1 Fulmarus glacialis Varp–Breeding 33.541 2014 2,8 B2
Hvítmáfur2 Larus hyperboreus Varp–Breeding 139 2009 5,8  
Svartbakur3 Larus marinus Varp–Breeding 100 2014 1,4  
Alls–Total     33.780     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Kristján Lilliendahl og Guðmundur A. Guðmundsson 2019. Fýlabyggðir á Íslandi 2013–2015. Bliki 33: 1–14. 
²Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen og Böðvar Þórisson 2014. Útbreiðsla og breytingar á fjölda hvítmáfa á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 84: 153–163.
3Arnþór Garðarsson, gróft mat (rough estimate).

English summary

Stigahlíð–Deild coastal mountain in Vestfirðir peninsula, NW-Iceland, is one of the largest Fulmarus glacialis colonies in Iceland (33,541 pair).

Opna í kortasjá – Open in map viewer