Þjórsárver

VOT-S 4

Hnit – Coordinates: N64,58330, V18,70585
Sveitarfélag – Municipality: Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 35.780 ha (friðlandið – protected area)

Þjórsárver eru víðáttumikil gróðurvin sunnan Hofsjökuls í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli, og einkennast af gróskumiklum flæðilendum með fjölskrúðugu gróðurfari, m.a. rústamýrum (Erling Ólafsson o.fl. 2009).

Svæðið hefur lengst af verið alþjóðlega mikilvægt sem aðalvarpsvæði heiðagæsar í heiminum og urpu þar yfir 10.000 pör á árunum upp úr 1970 og fram yfir 1980. Fuglunum hefur fækkað stöðugt síðan og voru hreiðrin aðeins 1.539 árið 2010 (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2014).

Þjórsárver voru fyrst friðlýst 1981 og viðurkennt Ramsar-svæði 1990. Eru einnig á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Þjórsárverum – Key bird species breeding in Þjórsárver*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Heiðagæs Anser brachyrhynchus Varp–Breeding 1.539 2010 1,2 B1i
*Byggt á Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Arnþór Garðarsson 2014. Heiðagæsavarp í Þjórsárverum og Guðlaugstungum 2010. Skýrsla til umhverfisráðherra. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

English summary

Þjórsárver oasis, Central-Iceland, is an internationally important breeding area for Anser brachyrhynchus; 10,000+ pairs in the 1970s and 1980s, but only 1,539 pairs in 2010.

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Erling Ólafsson, Borgþór Magnússon, Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Hörður Kristinsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon og Starri Heiðmarsson 2009. Vistgerðir á miðhálendi Íslands: Þjórsárver. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-09019. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Arnþór Garðarsson 2014. Heiðagæsavarp í Þjórsárverum og Guðlaugstungum 2010. Skýrsla til umhverfisráðherra. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.