Vestmannaeyjar

SF-S 4

Hnit – Coordinates: N63,44200, V20,28600
Sveitarfélag – Municipality: Vestmannaeyjabær
IBA-viðmið – Category: A1, A4i, A4ii, A4iii, B1i, B1ii, B2
Stærð svæðis – Area: 13.898 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi undan Landeyjarsandi og eru ýmist taldar 15 eða 18 auk 30 skerja og dranga. Í Eyjum eru afar mikilvægar varpstöðvar sjófugla og er stofna nokkurra tegunda svo til eingöngu að finna í Eyjum: skrofu, stormsvölu og sjó­svölu (Jóhann Óli Hilmarsson 2009). Einkennisfugl Vestmannaeyja er lundinn, enda er þar langstærsta lundabyggð landsins, með 840.375 pörum. Aðrar tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru fýll (38.377 pör), skrofa (5.660 pör), stormsvala (75.000 pör), sjósvala (198.000 pör), súla (15.044 pör), rita (50.185 pör), langvía (33.016 pör) og álka (2.843 pör).

Elliðaey, Ystiklettur, Hellisey og Súlnasker hafa lengi verið á náttúruminjaskrá og á IBA-skrá. Tillögur um friðlýsingu helstu fuglabyggðanna voru í náttúruverndaráætlun 2004–2008. Friðlýsingarskilmálar voru samþykktir af bæjarstjórn Vestmannaeyja sumarið 2016 en ekki hefur verið gengið formlega frá friðlýsingu.

Helstu varpfuglar í Vestmannaeyjum – Key bird species breeding in Vestmannaeyjar

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Fýll1 Fulmarus glacialis Varp–Breeding 38.377 2006–2008 3,2 B2
Skrofa2 Puffinus puffinus Varp–Breeding 5.660 1991 100 A4ii, B1ii
Stormsvala3 Hydrobates pelagicus Varp–Breeding 75.000 1983–2010 100 A4ii, B1ii
Sjósvala4 Hydrobates leucorhoa Varp–Breeding 198.000 1991 100 A4ii, B1ii
Súla5 Morus bassanus Varp–Breeding 15.044 2013–2014 40,4 A4ii, B1ii
Rita6 Rissa tridactyla Varp–Breeding 50.185 2006–2008 8,6 A4i, B1i, B2
Langvía7 Uria aalge Varp–Breeding 33.016 2006 4,8 B1ii, B2
Álka7 Alca torda Varp–Breeding 2.843 2006 0,9 B2
Lundi8 Fratercula arctica Varp–Breeding 840.375 2015 41,5 A1, A4ii, B1ii, B2
Alls–Total     1.258.500     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Kristján Lilliendahl og Guðmundur A. Guðmundsson 2019. Fýlabyggðir á Íslandi 2013–2015. Bliki 33: 1–14.
²Erpur S. Hansen, Broddi R. Hansen, Jóhann Óli Hilmarsson og Ingvar A. Sigurðsson 2009. Breyting á stofnstærð skrofunnar í Ystakletti, Vestmannaeyjum 1991–2009. Veggspjald kynnt á Líffræðiráðstefnunni, 6.–7. nóvember 2009, í Öskju, Háskóla Íslands.
³Erpur Snær Hansen og Jóhann Óli Hilmarsson, óbirt gögn. – Unpublished data.
⁴Erpur Snær Hansen, Broddi Reyr Hansen og Jóhann Óli Hilmarsson 2009b. Sjósvölutal Vestmannaeyja. Veggspjald kynnt á Líffræðiráðstefnunni, 6.–7. nóvember 2009, Öskju, Háskóla Íslands.
⁵Arnþór Garðarsson 2019. Íslenskar súlubyggðir 2013–2014. Bliki 33: 69–71.
⁶Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
⁷Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.
8Arnþór Garðarsson og Erpur Snær Hansen. Lundatal. Í undirbúningi.

English summary

Vestmannaeyjar island group, S-Iceland, is a huge seabird colony with internationally important numbers of Fratercula arctica (840,375 pairs), Fulmarus glacialis (38,377 pairs), Puffinus puffinus (5,660 pairs), Hydrobates pelagicus (75,000 pairs), Oceanodroma leucorhoa (198,000 pairs), Morus bassanus (15,044 pairs), Rissa tridactyla (50,185 pairs), Uria aalge (33,016 pairs) and Alca torda (2,843 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Jóhann Óli Hilmarsson 2009. Fuglalíf Vestmannaeyja. Í Guðjón Ármann Eyjólfsson, ritstj. Vestmannaeyjar, Árbók Ferðafélags Íslands, bls. 28–51 og 292–293. Reykjavík: Ferðafélags Íslands.