Lómur (Gavia stellata)

Lómur (Gavia stellata).
Mynd: Daníel Bergmann

Lómur (Gavia stellata).

Lómur (Gavia stellata)
Mynd: Daníel Bergmann

Lómur (Gavia stellata).

Lómur (Gavia stellata)
Mynd: Daníel Bergmann

Lómur að vetri (Gavia stellata).

Þéttbýli lóma á Íslandi

Þéttbýli lóma á Íslandi – Breeding aggregations of Gavia stellata in Iceland.

Vísitala lóms í vetrarfuglatalningum

Vísitala lóms í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands 1952-2014 samkvæmt TRIM-aðferðinni. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á hvern km strandar (eða á talningarstað inn til landsins) á öllum talningarsvæðum. Græn lína sýnir 5 ára keðjumeðaltal með með staðalfrávikum. – Annual population index of Gavia stellata in Iceland,1952−2014, based on mid-winter counts. Analysed with TRIM and depicting 5-year mean and standard error (IINH, unpublished data).

Útbreiðsla

Lómur verpur í N-Ameríku, en einnig á Grænlandi, í Evrópu og Asíu. Hann er farfugl að einhverju leyti og hingað koma líklega vetrar- og jafnvel fargestir frá Grænlandi.

Stofn

Lómur er allalgengur hér á landi og hefur verið giskað á 1.000−2.000 pör (Umhverfisráðu­neytið 1992). Þekktir eru um 1.300 varpstaðir og enn eru stór landsvæði ókönnuð með tilliti til lómsvarps (Ævar Petersen o.fl. 2013). Sums staðar verpa lómar í miklu nábýli, oft tugir para á litlu svæði (sjá kort). 

Válisti

LC (ekki í hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 9,8 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1985–2014

Lómastofninn er það stór (> 1.000 kynþroska einstaklingar) og verpur dreift að hann flokkast ekki sem válistategund af þeim ástæðum. Stofnþróun er hns vegar ekki nógu vel þekkt hér á landi, sérstaklega í ljósi þess hve langt viðmiðunartímabilið er (29 ár) og kerfisbundin vöktun varpfugla hefur staðið í tiltölulega stuttan tíma eða frá 2006 (Ævar Petersen o.fl. 2013). Vetrarvísitala sýnir mikla aukningu á þessum tíma en jafnframt miklar sveiflur í fjölda fugla sem tengjast væntanlega fiskigöngum (sjá graf). Lómur er því ekki talinn í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Lómur var ekki í hættu (LC).

Verndun

Lómur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Fimm varpsvæði hér á landi teljast alþjóðlega mikilvæg fyrir lóm (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa (vetrarstofn/winter) = 300 fuglar/birds; 100 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Töflur

Lómsvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Gavia stellata in important bird areas in Iceland.

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur1 FG-V_10 B 150 2016 10,0 A4i, B1i
Breiðafjörður1 FG-V_11 B 100 2016 6,7 A4i, B1i
Arnarvatnsheiði2 VOT-N_1 B 25 2012 1,7  
Skagi2 VOT-N_5 B 30 2012 2,0  
Öxarfjörður3 VOT-N_12 B 120 2009 8,0 A4i, B1i
Melrakkaslétta1,4 FG-N_4 B 110 2016 7,3 A4i, B1i
Úthérað5 VOT-A_3 B 220 2000 14,7 A4i, B1i
Hornafjörður–Kolgríma6 VOT-A_4 B 30 2016 2,0  
Breiðamerkursandur6 VOT-A_5 B 30 2016 2,0  
Suðurlandsundirlendi1 VOT-S_3 B 70 2016 4,7  
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 80 2016 5,3  
Alls–Total     965   64,3  
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data
2Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat/rough estimate
3Þorkell L. Þórarinsson o.fl. 2013; Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data
4Guðmundur Örn Benediktsson, pers. uppl./pers. com.
5Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001
6Björn Arnarson, pers. uppl./pers. com.

English summary

The Gavia stellata population in Iceland is roughly estimated 1,000‒2,000 pairs. Five breeding areas are designated IBAs for this species and 64% of the population breeds in such areas.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.

Heimildir

Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Þorkell Lindberg Þórarinsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Böðvar Þórisson, Guðmundur A. Guðmundsson, Halldór Walter Stefánsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Yann Kolbeinsson 2013. Fuglar á Austursandi við Öxarfjörð. Bliki 32: 59–66.

Ævar Petersen, Guðmundur Ö. Benediktsson og Ib K. Petersen 2013. Monitoring and population changes of Red-throated Divers in Iceland. Erindi flutt á International Loon and Diver Workshop, 21.–22. september 2013, Hanko, Finnlandi.


Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |