Umsagnir

Náttúrufræðistofnun Íslands veitir lögbundnar umsagnir um fjölmargt sem lýtur að nýtingu náttúrunnar (sjá Lög og reglugerðir). Meðal annars er um að ræða umsagnir um friðlýsingar á landi og í hafi, um tillögur um afléttingu friðunar og um framkvæmdir á friðuðum svæðum. Ennfremur um mál er varða veiðar á friðuðum dýrum eða undanþágur vegna umgengni við friðuð dýr, útflutning á náttúrugripum og innflutning framandi lífvera. Þá leita fagnefndir Alþingis, einkum umhverfis- og samgöngunefnd, iðulega til stofnunarinnar eftir umsögnum um lagafrumvörp eða tillögur til þingsályktunar sem fyrir þinginu liggja.

Einnig veitir stofnunin umhverfis- og auðlindaráðuneytinu umsagnir um ýmiss konar leyfisveitingar, svo sem er varða auðlindanýtingu. Náttúrufræðistofnun Íslands veitir einnig almenna ráðgjöf eða umsagnir til sveitarfélaga, fyrirtækja eða einstaklinga og er þá leitað eftir áliti út frá þeirri fagþekkingu sem stofnunin býr yfir.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |