Jarðormar (Opisthopora)

Almennt

Jarðormar skipa þann ættbálk beltisorma sem er hvað kunnastur en hann hýsir ánamaðkana alkunnu. Talið er að í heiminum finnist um 6.000 tegundir sem deilast í 20 ættir. Í Evrópu eru skráðar 470 tegundir sem tilheyra 11 ættum.

Bolur jarðorma er langur og grannur gerður úr ótal stuttum að mestu ósérhæfðum liðum Bolurinn skiptist í þrjá hluta, stuttan framhluta með munnopi fremst og kynopum á hliðum á milli liða. Við tekur belti myndað úr mismörgum liðum og síðan langur afturhluti sem endar í endaþarmsopi. Á liðum eru örstuttir fínir en stinnir burstar. Flestar tegundir lifa í jarðvegi, miklu færri í vatni.

Á Íslandi hafa fundist jarðormar af þrem ættum. Ánamaðkaætt (Lumbricidae) er alkunn, aðrar eru tilfallandi (Megascolecidae, Ocnerodrilidae).

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |