Vatnaormar (Lumbriculida)

Almennt

Vatnaormar (Lumbriculida) mynda ættbálk innan beltisorma. Þessir sérstæðu ormar lifa alfarið í vatni. Þetta er einsleitur hópur tegunda sem allar tilheyra einni og sömu ættinni (Lumbriculidae) að einnig tegund undanskilinni. Hún finnst í Síberíu og er talin nógu frábrugðin til að verðskulda ættkvísl og ætt út af fyrir sig, Kurenkovia magna (ættin Kurenkovidae). Alls eru þekktar í heiminum um 200 tegundir vatnaorma og eru margar þeirra mjög staðbundnar einkum í Síberíu og vestanverðri Norður-Ameríku. Í Evrópu eru 76 tegundir skráðar í þessum ættbálki.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |