Slöngumaðkaætt (Megascolecidae)

Almennt

Slöngumaðkar eru töluvert frábrugnir ánamöðkum. Þeir eru langir og grannir og er beltið sem myndað er af allt að sjö liðum mun framar á bolnum en hjá ánamöðkunum. Slöngumaðkar eru stinnir viðkomu, með harðari skel eða húð en ánamaðkar. Þeir eru margir afar kvikir og hreyfa sig skrikkjótt vegna eiginleika húðarinnar, lyftast jafn vel upp frá undirlaginu við snarpa skrikkina. Stærðarbreytileiki slöngumaðka er gríðarlegur. Hvað þekktastur er risavaxinn maðkur í Ástralíu, 'Gigant Gippsland earthworm' (Megascolides australis) sem getur orðið allt á þriggja metra langur.

Ættin er að mestu upprunnin í austanverðri Asíu suður til Ástralíu og einhverjar tegundir í Norður-Ameríku. Margar tegundir hafa dreifst þaðan til hitabeltislanda annars staðar á jörðinni og í gróðurhús í öðrum heimshlutum. Alls eru í heiminum þekktar um 1.000 tegundir sem tilheyra um 25 ættkvíslum. Ættin er ekki í Evrópu á náttúrulegum forsendum en hefur slæðst þangað einkum í gróðurhús. Þar hafa fundist 13 tegundir í 6 ættkvíslum. Ein tegund hefur fundist hérlendis.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |