Áttfætlur (Arachnida)

Almennt

Áttfætlur skipa flokk smádýra innan undirfylkingar klóskera (Chelicerata). Eins og nafnið bendir til hafa áttfætlur átta fætur og eru auðþekktar á því. Þær hafa hvorki fálmara né vængi og auk þess er líkami áttfætlna annað hvort tvískiptur eða fljótt á litið óskiptur ólíkt líkama skordýra sem öll hafa þrískiptan líkama.

Flestar áttfætlur eru rándýr sem veiða önnur smádýr sér til matar. Sumar eru sníkjudýr sem leggjast á dýr og plöntur. Enn aðrar nærast á rotnandi plöntuleifum.

Fjórir ættbálkar áttfætlna finnast á Íslandi. Þeir eru köngulær (Araneae), langfætlur (Opiliones), smádrekar (Pseudoscorpiones) og mítlar (Acari). Þá má geta sporðdreka (Scorpiones) sem eru alkunnir og skipa ættbálk sem ekki finnst hér á landi.

Í heiminum eru þekktar yfir 100.000 tegundir.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |