Hagaköngulóarætt (Gnaphosidae)

Almennt

Í heiminum eru þekktar um 2.000 tegundir í yfir 100 ættkvíslum, í Evrópu um 440 tegundir sem deilast á 36 ættkvíslir.

Meðalstórar til allstórar, brúnar til svartar köngulær. Þekkjast á sérstæðum spunavörtum sem eru fjórar langar og vel aðskildar á efturendanum, allt að þrefalt lengri en breiðar. Köngulærnar spinna ekki veiðivef, þær eru sprettharðar og hlaupa bráðina uppi. Flestar eru þær náttförular, eltast við bráð í myrkrinu en halda sig í skýli sem þær spinna sér í gróðursverði eða undir steinum að degi til. Sumar skríða þó fram á björtum degi. Halda sig alfarið á jörðinni og liggja lágt þegar þær fara um. Kvendýr spinna sér þykkan sekk um egg sín og gæta hans þar til ungviði klekst. Engin tegund skaðar menn með eitri sínu.

Hér á landi hafa þrjá tegundir fundist. Tvær eru útbreiddar um land allt en sú þriðja fágæt og er fátt um hana vitað.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |