Mynd: Erling Ólafsson
Mýrakönguló, kvendýr með eggjasekk. 6 mm. ©EÓ
Mynd: Erling Ólafsson
Mýrakönguló, karldýr. 5 mm. ©EÓ
Útbreiðsla
N-Evrópa; frá Þýskalandi og Póllandi og norður eftir Skandinavíu, einnig Skotland.
Ísland: Algeng á láglendi um land allt upp í 2–400 m hæð yfir sjó.
Lífshættir
Kjörlendi mýraköngulóar eru hrísmýrar, hrísmóar og undirgróður birkikjarrs, einnig hverskonar votlendi og deiglendi. Hún er nefnilega rakasækin. Kynþroska karldýr sjást í maí-ágúst en eru mest á ferli í júní og júlí. Kvendýrin hegða sér svipað nema hvað þau eru mun lengur á ferli og sjást með eggjasekki sína frá miðju sumri og fram eftir hausti. Ókynþroska dýr sjást í mestum fjölda á vorin og haustin.
Almennt
Mýrakönguló er afar algeng fyrri hluta sumars. Oft má sjá mikinn fjölda mýraköngulóa þeysast yfir sinuna sem liggur yfir votlendi og deiglendi framan af sumri. Á ljósri sinunni eru þær mjög áberandi, dökkar, svarbrúnar á lit. Í botnum birkiskóga getur fjöldinn líka orðið gríðarmikill. Mýrakönguló er dæmigerð köngulóa af hnoðaköngulóarætt og því af þeirri gerðinni sem fólk kallar sér til að benda sér á berjamóinn: „Könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó.“
Mýrakönguló (Pardosa sphagnicola) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Heimildir
Brændegård, J. 1958. Araneida. Zoology of Iceland III, Part 54. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 113 bls.
Ingi Agnarsson 1996. Íslenskar köngulær. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 31. 175 bls.
Höfundur
Erling Ólafsson 21. apríl 2010.
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp