Fiðluköngulóarætt (Sicariidae)

Almennt

Ættin finnst víða um heim þó ekki allra nyrst á jörðinni. Alls eru þekktar um 190 tegundir sem tilheyra þrem ættkvíslum. Í Evrópu finnast aðeins þrjár tegundir, allar af ættkvíslinni Loxosceles.

Sumar köngulónna af ættinni eru mjög varasamar en bit þeirra geta haft alvarlegar afleiðingar, svo magnað er eitur þeirra. Þeirra nafntoguðust er fiðlukönguló sem víðþekkt er undir enska heitinu brown recluse. Flestar köngulær hafa átta augu en tegundir þessarar ættar, og reyndar fleiri skyldra, aðeins sex, tvö og tvö samstæð í þrem hnöppum framan á höfuðbol sem er tiltölulega flatur að ofan. Nokkuð stórar og lappalangar brúnar köngulær, gulbrúnar til dökkbrúnar, oft einlitar stundum afturbolur dekkri.

Ísland liggur utan heimkynna ættarinnar, ein tegund hefur þó borist til landsins með vissu, sú sem margur óttast hvað mest.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |