Randaköngulóarætt (Tetragnathidae)

Almennt

Þekktar eru 955 tegundir í heiminum af  52 ættkvíslum. Í Evrópu er ættin fáskrúðug aðeins um 40 tegundir í 5 ættkvíslum.

Stærðarbreytileiki er mikill, bolur allt frá 2-23 mm. Vaxtarformið er breytilegt, ýmist á langveginn eða venjulegt. Frambolur er jafnan lengri en breiður. Afturbolur er stundum egglaga en oftar langur og grannur. Framfætur eru þá langir og framteygðir. Er það aðlögun til að leynast á mjóum greinum og stráum í hávöxnum gróðri helst við vatnsbakka. Litur er mjög breytilegur, hvítur, grænir, rauðir eða gulir litir koma oft við sögu í allskyns mynstrum. Kjálkar eru óvenju langir hjá sumum. Karldýr eru minni og grennri en kvendýr og hafa stundum lengri kjálka, jafnvel lengri en höfuðbolurinn, og eru kjálkar þeirra mótaðir til að halda kvendýrum föstum meðan á mökun stendur. Kvendýr hafa sterka tennta bitkló á kjálkum. Átta jafnstór augu liggja í tveim röðum, ýmist með jöfnu millibili eða miðaugun liggja næst hvert öðru. Sumar tegundir hafa öll augun svört, á öðrum eru sum með endurvarpslagi en það skerpir sjón í myrkri. Kynfæri duga oft skammt við tegundagreiningar. Lítill munur er á þreifurum karldýra og kynplötur á kviði kvendýra eru mjúkar og lítt formaðar.

Köngulærnar spinna nokkurs konar hjólvef sem þó er óreglulegur, ekki með greinilegan miðpunkt, þræðir gisnir bæði í grind og spíral, heldur engar viðvörunarlínur né flóttalínur. Þegar könguló í vef verður fyrir styggð lætur hún sig falla niður úr vefnum. Eggjasekkjum er komið fyrir á jörðu, festir á gróður eða undir trjáberki. Þeir líta stundum út eins og fugladrit og gætir móðirin þeirra í felum í gróðrinum.

Á Íslandi finnast tvær tegundir í náttúrunni, önnur algeng hin fágæt.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |