Langfætlur (Opiliones)

Almennt

Langfætlur hafa egglaga líkama sem skiptist í frambol og afturbol en ólíkt köngulóm er skiptingin ógreinileg. Líkamshlutarnir eru nánast samvaxnir. Augun eru tvö og standa þau á stuttum stilk framarlega á líkamanum ofanverðum. Framarlega út við jaðar frambolsins eru blettir sem einkenna langfætlur. Þeir líkjast augum en eru í raun lyktarkirtlar sem gefa frá sér daunillan vökva dýrunum til varnar. Neðan á frambolnum eru klóskæri sem mynda griptöng. Þar fyrir aftan eru þreifarar og síðan fjögur pör afar langra og grannra ganglima. Neðan á afturbolnum er kynloka sem hylur kynfæri beggja kynja. Langfætlur hafa hvorki eiturkirtla né spunakirtla. Í heiminum eru þekktar um 6.500 tegundir, á Íslandi 4 tegundir auk eins slæðings.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |