Langleggsætt (Phalangiidae)

Almennt

Langleggir eru dæmigerðar langfætlur með lítinn egglaga bol þar sem vart má greina skil á höfuðbol og afturbol. Algengur er að dökkur söðull á baki og augu á lágum augnstilk á miðjum höfuðbolnum. Augnstilkurinn og umgjörð hans ber oft einkenni sem nýtast við tegundagreiningar. Ein s og heitið gefur til kynna eru fætur afar langir og grannir, annað fótapar lengst og gegnir jafnt hlutverki fálmara sem gangfóta.

Ættin er önnur tveggja ætta langfætlna hér á landi. Alls eru þekktar í heiminum 380 tegundir hennar. Í Evrópu eru 142 tegundir skráðar og skipast þær í 35 ættkvíslir. Íslenska fánan er afar fátækleg með aðeins þrjár tegundir þekktar sína í hverri ættkvíslinni. Hin ættin, smáleggsætt (Nemastomatidae), hýsir aðeins eina tegund hér á landi sem er verulega frábrugðin hinum þrem enda nær alsvört á lit.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |