Smádrekar (Pseudoscorpiones)

Almennt

Drekar minna í útliti talsvert á sporðdreka en eru auðgreindir frá þeim á því að það vantar á þá „sporðinn“, þ.e. halann. Auk þess eru þeir miklu smávaxnari. Líkaminn skiptist í frambol og afturbol án þess að skilin séu greinileg. Augu eru ýmist tvö eða fjögur framarlega á frambol. Klóskæri mynda fremsta útlimaparið af sex, en á þeim eru spunavörtur sem framleiða silki. Næstir koma langir þreifarar með kröftugri gripkló á endanum sem gera það að verkum að drekar líkjast sporðdrekum. Síðan taka við fjögur pör ganglima. Í heiminum eru þekktar yfir 3.300 tegundir, á Íslandi 2 tegundir.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |