Sporðdrekar (Scorpiones)

Almennt

Sporðdrekar eru stórvaxnar áttfætlur, sumar tegundir risar í heimi smádýranna. Þeir einkennast af sterklegum, öflugum gripklóm sem þeir beita til að hremma bráð og löngum hala með eiturbroddi sem þeir beita sér til varnar. Halann draga þeir á eftir sér en sveigja hann upp yfir bolinn og fram fyrir sig við áreiti og koma sér í ógnvekjandi varnarstöðu. Fá smádýr vekja eins mikinn ugg og sporðdrekar enda getur eitur þeirra verið skaðlegt og eitur sumra tegunda jafnvel banvænt. Í heiminum eru þekktar yfir 1.750 tegundir. Sporðdrekar finnast ekki í Íslandi en kunna að berast til landsins með varningi.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |