Taðýfilsætt (Aphodiidae)

Almennt

Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu taðýfilsættar á heimsvísu en tegundir hennar voru til skamms tíma hafðar innan tordýfilsættar (Scarabaeidae), ættar sem ekki finnst hérlendis. Þeim var þar úthýst og tegundirnar taldar verðskulda fullgilda ætt fyrir sig. Í Evrópu eru tegundirnar um 270. Þær eru smávaxnar til meðalstórar, 3-13 mm, flestar svartar á lit, sumar með rauða skjaldvængi. Þær eru langegglaga í forminu ávalar og skapaðar til að smjúga, sléttar og gljáandi, skjaldvængir þó nett rifflaðir langsum. Fálmarar eru stuttir og enda í fjaðurgreindum kólfi (3 greinar). Fætur eru stuttir og sterkir með göddum og útskotum til að grafa. Bjöllurnar lifa í nýlegum skít húsdýra, grafa sig í hann, verpa og éta, bæði fullorðnar og lirfur. Þær hafa þorskaða flugvængi og lyfta sér til flugs til að leita uppi nýjan skít þegar sá gamli verður of þurr.

Á Íslandi finnst aðeins ein tegund ættarinnar og er hún algeng í beitilöndum búsmalans.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |