Járnsmiður (Nebria rufescens)

Járnsmiður - Nebria rufescen
Mynd: Erling Ólafsson
Járnsmiður. 10 mm. ©EÓ
Járnsmiður - Nebria rufescen
Mynd: Erling Ólafsson
Járnsmiður. 10 mm. ©EÓ
Járnsmiður – Nebria rufescens
Mynd: Erling Ólafsson

Járnsmiður (Nebria rufescens), lirfa. 10 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Umhverfis norðurhvel. Norðurlönd nema allra syðst og áfram austur eftir norðurslóðum Rússlands og Síberíu, Novaya Zemlya, hálendi Mið-Evrópu, hálendi Skotlands, skosku eyjarnar, Færeyjar, Grænland, norðurslóðir N-Ameríku.

Ísland: Mjög algengur á láglendi um land, strjálli á miðhálendinu, en hefur þó fundist þar víða.

Lífshættir

Járnsmiður finnst við margskonar aðstæður, gjarnan á lítt grónum bökkum tjarna og straumvatna og þar sem jarðvegur er opinn og rakur. Einnig í húsagörðum og sést þar oft hlaupa yfir stéttar í kvöldrökkri þegar rakt er loftið. Hann veiðir önnur smádýr sér til matar.

Almennt

Járnsmiður er norræn tegund en samt miklu algengari á láglendi en hálendi. Hann er hin dæmigerða ímynd Íslendinga um bjöllu. Á hálendinu finnst hann einna helst á jarðhitasvæðum. Hann er almennt vel þekkt bjalla hér á landi og heiti hans flestum tiltækt. Hann á sér nokkra áþekka ættingja á Íslandi sem er gjarnan við hann ruglað. Járnsmiður hefur granna og langa leggi, ýmist svarta eða rauða á lit, og er frár á fæti.

Járnsmiður (Nebria rufescens) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Járnsmiður (Nebria rufescens) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Lindroth, C.H., 1985. The Carabidae (Coleoptera) of Fennoscandia and Denmark. Fauna entomologica scandi-navica 15, part 1. E.J. Brill/Scandinavian Science Press Ltd, Leiden, Kaupmannahöfn. 225 bls.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |