Kolasmiður (Pterostichus adstrictus)

Kolamiður - Pterostichus adstrictus
Mynd: Erling Ólafsson
Kolasmiður, 11 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Norðanverð Skandinavía, Noregur, Svíþjóð og Finnland en sjaldgæfari sunnar í löndunum; nyrst á Bretlandseyjum, Færeyjar. N-Ameríka frá Alaska til Labrador. Heimkynnin eru fyrst og fremst í norðanverðu barrskógabeltinu.

Ísland: Algengur á láglendi um land allt, á miðhálendinu einungis fundinn á Hveravöllum og í Fremstaveri sunnan Bláfells við Kjalveg.

Lífshættir

Kolasmiður finnst í margskonar þurrlendi og raklendi, í túnum og graslendi, gjarnan með rofnum moldar- og malarblettum, einnig í skógarbotnum. Bæði fullorðnar bjöllur og lirfur veiða minni smádýr sér til lífsviðurværis. Bjöllurnar hafa sést á ferli á tímabilinu frá mánaðamótum apríl/maí til mánaðamóta október/nóvember. Lirfur vaxa upp fyrri hluta sumars og fram í ágúst og ný kynslóð fullorðinna bjallna leggst í vetrardvala.

Almennt

Kolasmiður er með algengari smiðum á láglendi hérlendis. Hann er á ferli jafnt að degi sem nóttu og því ber töluvert á honum enda er hann með stærri smiðum, ívið stærri en járnsmiður, sem honum er gjarnan ruglað saman við. Útlitsmunur er þó töluverður. Kolasmiður er einlitur svartur á lit með frekar matta áferð, ekki gljáandi. Auk þess er hann lappastyttri.

Kolasmiður (Pterostichus adstrictus) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Kolasmiður (Pterostichus adstrictus) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Lindroth, C.H., 1985. The Carabidae (Coleoptera) of Fennoscandia and Denmark. Fauna Entomologica Scandinavica 15, part 1. E.J. Brill/Scandinavian Science Press Ltd, Leiden, Kaupmannahöfn. 225 bls.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |