Kóprabjölluætt (Cleridae)

Almennt

Ættin á fulltrúa víða um heim. Þekktar eru um 3.500 tegundir. Breytileiki er mikill í útliti og lífsháttum. Bjöllur ættarinnar eru flestar litlar til meðalstórar, sumar stórar (3-24 mm). Oftast eru þær mjóslegnar, staflaga, jafnhliða, stundum þó styttri og tiltölulega breiðari. Þær eru almennt litskrúðugar, blásvartar, bláar, rauðar, gular, gjarnan tvílitar, þrílitar með skýru grípandi litmynstri.  Bjöllurnar eru oftast grófhærðar. Fálmarar breytilegir, oftast með kólfi. Kviðplötur afturbols tvískiptar í hærðan framhluta og minni óhærðan afturhluta. Flestar tegundanna eru rándýr sem veiða önnur skordýr og lirfur. Þær heimsækja gjarnan blóm til að veiða skordýr sem þangað leita. Því má rekast á þessar fallegu bjöllur á sólríkum dögum í blómaengjum. Sumar tegundir eru hræætur og aðrar nærast á frjókornum. Lirfur eru mikil átvögl og þroskast hratt. Lífsferill getur því verið stuttur en einnig nokkur ár.

Engin tegund ættarinnar lifir á Íslandi en þrjár hafa slæðst hingað með varningi. Ein þeirra hefur til dæmis komið með pökkuðum hundamat frá framleiðanda, tegund sem er til vandræða víða um heim.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |