Steinkeppur (Otiorhynchus rugifrons)

Steinkeppur - Otiorhynchus rugifrons
Mynd: Erling Ólafsson
Steinkeppur. 6 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

N-Evrópa og suður í fjalllendi M-Evrópu, í Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi, og austur til Karelíu í Rússlandi; Belgía, Írland, Bretland, Suðureyjar; innfluttur til N-Ameríku.

Ísland: Láglendi um land allt og að hálendismörkum.

Lífshættir

Steinkeppur kýs þurr, snöggvaxin og opin valllendi, gjarnan með blóðbergi (Thymus arcticus). Bjöllurnar eru á ferli að nóttu til og leynast yfir daginn. Þær éta ýmsar plöntutegundir en blóðberg er talið mikilvægt á matseðlinum. Lirfurnar éta rætur plantnanna. Steinkeppur fjölgar sér sennilega án kynæxlunar. Lirfur leggjast í vetrardvala og púpa sig á næsta vori í jarðveginum og það líður nokkur tími áður en bjöllur skríða úr púpum. Þær hafa fundist frá byrjun maí og fram í miðjan október en verða flestar síðsumars.

Almennt

Þó útbreiddur sé á láglendi ber lítið á steinkepp. Það er alls ekki mikið af honum og auk þess leynist hann vel í sandi og möl, en hann er frekar smávaxinn keppur, einlitur svartur og mattur og fer sér hægt.

Steinkeppur (Otiorhynchus rugifrons) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Steinkeppur (Otiorhynchus rugifrons) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Palm, E. 1996. Nordeuropas Snudebiller. 1. De kortsnudede arter (Coleoptera: Curculionidae) – med særlig henblik på den danske fauna. Danmarks dyreliv 7. Apollo Books, Stenstrup. 356 bls.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |