Jötunuxi (Creophilus maxillosus)

Jötunuxi - Creophilus maxillosus
Mynd: Erling Ólafsson
Jötunuxi. 15 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Norðurhvel; Evrópa, Asía, N-Afríka, N- og M-Ameríka, Vestur-Indíur, Hawaii. Berst greiðlega með mönnum.

Ísland: Láglendi um land allt, einnig fundinn í Hvannalindum norðan Vatnajökuls, væntanlega sem flækingur með vindum.

Lífshættir

Jötunuxi finnst helst í hræjum og skíthaugum, m.a. í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið, ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsumars og á haustin og leggst hún í dvala. Jötunuxi er argasta rándýr, bæði bjöllur og lirfur.

Almennt

Jötunuxi er langstærstur fjölmargra tegunda uxa hérlendis. Hann á það til að skelfa viðkvæma þegar hann kemur aðvífandi á flugi og sest í óhóflegu návígi. Hann flýgur nefnilega gjarnan á hlýjum, sólbjörtum dögum. Jötunuxi er almeinlaus en getur þó bitið með öflugum kjálkum sínum ef hann er gripinn á milli fingurgóma. Hann er auðþekktur á stærðinni og auk þess á gráhærðu belti yfir skjaldvængina. Samkvæmt gamalli trú mátti hafa af jötunuxa gagn. Reynt var að halda börnum frá varasömum vatnsbökkum með þeirri sögu að brunnklukkur gætu flogið upp úr vatninu, upp í munn og áfram niður í „maga“ þar sem þær myndu éta lifrina. Það eitt var þá til ráðs að gleypa jötunuxa sem myndi drepa brunnklukkuna. Ekki verður lagt mat á ágæti þeirrar ráðleggingar hér.

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Jötunuxi (Creophilus maxillosus) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Anderson, F.W. & P. Falk 1935. Observations of the ecology of the central desert of Iceland. Journ. of Ecology 23: 406–421.

Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Höfundur

Was the content helpful? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |