Farmkakkalakkaætt (Blattidae)

Almennt

Ættin er útbreidd um heim allan og eru um 600 tegundir þekktar í um 40 ættkvíslum. Í Evrópu finnast aðeins 4 tegundir í 2 ættkvíslum.

Flestar tegundir eru meðalstórar til stórar, 10-30 mm, brúnar, svartar, rauðar á lit, nokkrar skærgrænar. Sumar hafa áverandi litabelti og flekki. Bolurinn flatvaxinn og háll. Langliðir fóta alsettir sterkum burstum allt um kring, lærliðir aðeins á neðra borði. Nær allar tegundir eru ófleygar þar sem flugvængi vantar undir leðurkennda stóra framvængina. Kvendýr með gróft plóglaga varptól á afturenda og þykk vítt aðskilin hliðstæð liðskipt skott (cerci). Kynplata karldýra samhverf og með tveim mjóum staflaga álmum. Til hliðar eru auk þess þykku liðskiptu skottin. Kakkalakkarnir eru alætur.

Sumar tegundanna eru meindýr sem geta valdið fjárhagslegu tjóni hjá fyrirtækjum og spjöllum á matvælum á heimilum, að ógleymdum óþrifunum sem þeir valda og almennum leiðindum.

Hér á landi er ein tegund talin landlæg. Einnig berst hún hingað með varningi. Þrjár aðrar tegundir eru tilfallandi slæðingar með innfluttum vörum.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |