Forarmýsætt (Anisopodidae)

Almennt

Forarmýsætt er af undirættbálki mýflugna (Nematocera). Það kann að koma til breytinga á ættinni og hún að skiptast upp í fleiri sjálfstæðar ættir. Tegundir forarmýsættar eins og hún er hér túlkuð finnast um heim allan en eru þó aðeins 154 þekktar í 15 ættkvíslum. Í Evrópu finnast aðeins 10 tegundir sem allar tilheyra ættkvíslinni Sylvicola.

Þetta eru litlar til meðalstórar flugur, brúnleitar, gulbrúnar með litmynstri á bol og oftast flekkótta vængi. Fætur eru langir og grannir, höfuð lítið og kúlulaga með punktaugu á enni sem mynda þríhyrning. Þráðlaga fálmarar úr 14-16 liðum. Vængir liggja flatir yfir afturbolnum sem er sívalur, gjarnan aðeins bogadreginn upp. Lirfurnar nærast á groti í bleytu.

Aðeins ein tegund lifir á Íslandi og er hún algeng í næsta nágrenni okkar í byggð.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |