Almennt
Þangfluguætt finnst á norðurhveli, í hitabelti Afríku, einnig í Eyjaálfu og Nýju-Gíneu. Í þeim heimshluta er flestar tegundanna að finna. Ættin er fáliðuð en aðeins um 40 tegundir eru þekktar í 12 ættkvíslum. Í Evrópu eru tegundirnar aðeins þrjár í tveim ættkvíslum.
Tegundirnar eru litlar til meðalstórar (2,5-9 mm), frekar grófgerðar, flatvaxnar og dökkar á lit, þéttsetnar grófum burstum. Augun eru frekar lítil. Fætur með sterka bursta og mjúk hár. Vængir eru glærir. Lirfur alast upp í rotnandi þangi sem safnast upp á sjávarströndum og ná flugurnar að þroska nokkrar kynslóðir á ári.
Aðeins ein tegund ættarinnar finnst hér á landi.
Höfundur
Erling Ólafsson 13. mars 2017.
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp