Blaðfluguætt (Lauxaniidae)

Almennt

Blaðfluguætt er ekki mjög tegundarík. Í heiminum finnast um 1.800 tegundir, þar af um 160 tegundir í Evrópu.

Flugurnar eru smávaxnar, á bilinu 2-7 mm á lengd. Þær eru flestar einlitar á bolinn, gular, brúnar, svartar, vængir ýmist glærir eða flekkóttir,  augun stór gjarnan áberandi rauð. Lögun höfuðs er fjölbreytileg innan ættarinnar. Þó höfuðin séu venjuleg hjá flestum tegundum þá geta þau einnig verið flöt, innfelld eða útdregin á ýmsum stöðum. Svipan á fálmurum er ýmist nakin, stutthærð eða langhærð. Sitthvað í staðsetninu og gerð bursta á höfði og frambol einkennir ættina, einnig vængæðar. Afturbolur er yfirleitt egglaga.

 Blaðflugurnar halda sig einkum í skóglendi og láta lítið á sér bera þar sem þær sitja á laufblöðum í undirgróðrinum. Þær forðast opinn gróður. Lirfurnar lifa á rotnandi plöntuleifum í skógarbotnum eða undir trjám í húsagörðum. Tegundir í hreiðrum fugla eru þekktar og aðrar með lirfur inni í rotnandi viði og föllnum laufblöðum.

Á Íslandi finnst aðeins ein tegund af ættinni. Hún er tiltölulega nýr landnemi sem enn sem komið er vegnar best í manngerðu umhverfi, í görðum og lúpínubreiðum.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |