Silmýsætt (Limoniidae)

Almennt

Ættin var löngum meðhöndluð sem undirætt innan hrossafluguættar (Tipulidae) og eru ekki allir á eitt sáttir um sjálfstæði hennar. En hvað sem því líður er þetta langtegundaríkasta ættin af yfirætt hrossaflugna með um 10.800 tegundir þekktar í heiminum. Í Evrópu eru um 545 tegundir skráðar.

Silmý er mjög áþekkt hrossaflugum að gerð, með grannan langan bol langa örgranna brothætta fætur, langa staflaga vængi sem leggjast yfir afturbolinn í hvíld, annar yfir hinn. Hægt er að aðgreina silmý frá hrossaflugum með því að skoða lögun höfuðs. Hrossaflugur hafa mjög framdreginn ranamyndaðan haus en silmý ekki. Einnig má telja liði fálmaranna sem oftast eru 14 eða 16 á silmýi en 13 á hrossaflugum. Það er þó ekki einhlítt. . Þegar kvöldsett er orðið og kyrrð í lofti má oft sjá margar flugur sverma yfir rökum stöðum.Lirfurnar alast upp í rökum eða blautum jarðvegi, stundum í vatni og nærast flestar á rotnandi plöntuleifum

Á Íslandi hafa fundist 12 tegundir silmýs, margar þeirra algengar í náttúrunni, sumar einnig í húsagörðum.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |