Rótarfluguætt (Psilidae)

Almennt

Ættin finnst einkum á norðurhveli. Fjöldi tegunda liggur ekki fyrir en tólf ættkvíslir hafa verið skilgreindar. Sex þeirra eiga fulltrúa í Evrópu, alls 47 tegundir.

Þetta eru litlar til meðalstórar flugur (1,5-10 mm) með frekar grannan bol. Beytilegar á lit, gular til rauðar, brúnar, svartar, oft tvílitar, oft glansandi. Kúlulaga höfuð með framstæða fálmara á ennisbrún og andlit hallar inn neðan til þannið að ennisbrún verður framstæð og skörp. Burstar á höfði og frambol fáir og fíngerðir. Fætur án bursta. Rótarflugur eru algengastar í gisnum gróðri. Lirfurnar nærast á plöntum, gjarnan í rótum, rótarhnýðum og stönglum. Sumar tegundir eru skaðvaldar í garðrækt.

Hérlendis finnst aðeins ein tegund með vissu og er hún tiltölulega nýr landnemi.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |