Skortítur (Hemiptera)

Almennt

Skortítur eru afar fjölbreytilegur og tegundaríkur ættbálkur. Flokkunarkerfið hefur verið mjög á reiki innan ættbálksins. Fræðimenn höfðu sæst á að skilgreina tvo fyrrum ættbálka, Heteroptera og Homoptera, sem undirættbálka innan Hemiptera vegna sambærilegra munnlima. Síðar komust menn að því að Innan Homoptera voru illa tengdar flokkunareiningar sem verðskulduðu stöðu undirættbálka. Nú er skortítum gjarnan skipað í allnokkra undirættbálka og koma fjórir við sögu hér á landi; Heteroptera (títur), Cicadomorpha (tifur), Fulgoromorpha (þyrnur) og Stenorrhyncha (plöntulýs).

Skortítur eru flestar lítil eða meðalstór skordýr. Munnlimirnir einkenna skortíturnar en þeir mynda mislanga sograna sem dýrin stinga inn í vefi plantna og dýra til að sjúga upp næringu og er hann einkennandi fyrir ættbálkinn. Stundum er sograninn mjög langur og liggur langt aftur undir kviðinn. Fálmarar oftast gerðir af tiltölulega fáum en löngum liðum. Skortítur hafa ýmist tvö pör vængja eða eru vængjalausar, framvængir ýmist horn- eða leðurkenndir, ef ekki þá himnukenndir eins og afturvængirnir. Langflestar skortítur eru plöntusugur sem sjúga safa úr vefjum plantna, sumar veiða smádýr og sjúga úr þeim vessa, enn aðrar eru blóðsugur. Í heiminum er talið að tegundir séu á bilinu 50-80.000. Í Evrópu er 81 ætt, en 25 ættir hafa fundist á Íslandi, þar af 19 með tegundum sem lifa hér. Alls eru 80 tegundir taldar landlægar hérlendis og ein hefur borist með vindum. Skortítur berast auðveldlega til landsins með innfluttum garðagróða; ávöxtum, grænmeti og pottaplöntum og hafa 39 slíkar verið nafngreindar.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |