Víðistofnlús (Pterocomma rufipes)

Víðistofnlús - Pterocomma rufipes
Mynd: Erling Ólafsson
Víðistofnlús, vænglaus stofnmóðir. 4 mm. ©EÓ
Víðistofnlús - Pterocomma rufipes
Mynd: Erling Ólafsson
Víðistofnlús, vængjuð stofnmóðir. 4 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

N- og M-Evrópa, norður eftir Skandinavíu og suður til Sviss, Austurríkis og Ungverjalands; Bretlandseyjar; N-Rússland austur til V-Síberíu og Mongólíu; Kanada.

Ísland: Strjálir skráðir fundarstaðir; Þingvellir, Þórsmörk, Öræfi, Mývatn, Jökuldalur. Finnst sennilega í víðikjarri víða á landinu.

Lífshættir

Víðikjarr er kjörlendi víðistofnlúsar en tegundin lifir á ýmsum tegundum víðis (Salix). Hún leggst á unga sprota og greinar víðisins, ekki laufin. Eins og svo algengt er hjá blaðlúsum geymast eggin á sprotunum yfir veturinn og klekjast um leið og víðirinn laufgast. Á vorin eru eingöngu kvendýr á ferðinni, stofnmæður, sem hefja snarlega framleiðslu á fleiri kvendýrum með meyfæðingu. Kvendýr, ýmist vængjuð eða vænglaus, eru svo framleidd með því móti fram eftir sumri. Þau þjappa sér gjarnan mörg saman á sprotunum. Vænglaus karldýr koma síðan við sögu á haustin til að frjóvga kvendýr til að þau geti framleitt vetraregg.

Almennt

Víðistofnlús sést yfirleitt ekki í miklum fjölda. Auk þess er hún dökk og samlit greinum og því lítt áberandi þrátt fyrir að vera tiltölulega stór blaðlús.

Víðistofnlús (Pterocomma rufipes) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Víðistofnlús (Pterocomma rufipes) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson & Erling Ólafsson 2002. Dulin veröld. Smádýr á Íslandi. Mál og Mynd, Reykjavík. 171.

Heie, O.E. 1986. The Aphidoidea (Hemiptera) of Fennoscandia and Denmark. III. Family Aphididae: subfamily Pterocommatinae & tribe Aphidini of subfamily Aphidinae. Fauna Entomologica Scandinavica 17. E.J. Brill/Scandinavian Science Press Ltd., Leiden, Kaupmannahöfn. 314 bls.

Hille Ris Lambers 155. Hemiptera 2. Aphididae. Zoology of Iceland III, Part 52a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 29 bls.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |