Leðurtítnaætt (Coreidae)

Almennt

Af leðurtítnaætt eru þekktar um 1900 tegundir í heiminum. Þær eru fjölskrúðugastar í  heitari löndum en í Evrópu eru aðeins 54 tegundir skráðar. Leðurtítur  eru breytilegar að stærð eða á bilinu 7 til 45 mm langar. Þar af leiðir að sumar tegundir þeirra eru með stærstu þekktu skortítum.  Líkamsbygging er breytileg, egglaga, langegglaga eða samhliða, það er jafnbreiðar fram og aftur. Á himnukenndum endum framvængja má greina fjölmargar æðar en það aðskilur leðurtítur frá oft áþekkum tegundum af frætítnaætt (Lygaeidae). Margar tegundir hafa mjög sérstaka afturfætur, langleggir fótanna breiðir og flatvaxnir einkum til endanna og lærleggir á grófgerðari tegundum með allskyns þorn- og hnúðmyndunum.

Leðurtítur sjúga til sín safa úr fræjum og annan safa sem lekur úr vefjum plantna. Til eru tegundir sem bera með sér egg sín til að vernda þau gegn sníkjudýrum.

Engin tegund leðurtítnaættar lifir á Íslandi en fjórar tegundir eru fágætir slæðingar til landsins með varningi.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |