Frætítnaætt (Lygaeidae)

Almennt

Af frætítnaætt eru þekktar um 1000 tegundir í heiminum. Þar af hafa um 390 verið skráðar í Evrópu. Áður var ættin öllu fjölskipaðri en umtalsverðar breytingar hafa orðið á flokkuninni og ýmsir tegundahópar fyrrum frætítna fengið stöðu fullgildra ætta. Frætítur eru flestarvel  undir 12 mm á lengd, heldur mjóslegnar eða langegglaga í formi, brúnleitar á lit. Sumar eru skrautlegar, rauðflekkóttar, og líkjast þá ákveðnum tegundum leðurtítnaættar (Coreidae). Ef himnukenndir endar framvængjanna eru skoðaðir má aðgreina þessar tvær ætti á því að á frætítum eru fáar æðar sýnilegar á vænghimnunni en fjölmargar á leðurtítum.

Flestar tegundir frætítna sjúga safa úr fræjum plantna eða draga til sín annan vökva sem plöntur gefa frá sér. Sumar eru skaðvaldar í framleiðslu matjurta í fjarlægum löndum.

Á Íslandi lifa tvær tegundir frætítnaættar og fimm að auki hafa slæðst til landsins með varningi.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |