Grastítnaætt (Miridae)

Almennt

Grastítnaætt er tegundarík með yfir 10.000 tegundir þekktar í heiminum og stöðugt er verið að lýsa nýjum tegundum.  Fjölmargar tegundir finnast í Evrópu en þar eru yfir 1.100 tegundir skráðar tegundir. Grastítur eru flestar smávaxnar, undir 12 mm á lengd. Þær eru egglaga eða ílangar, margar með kúptan hálsskjöld og höfuð sem veit niður. Verða því krypplinslegar í formi. Flestar tegundir eru einlitar, dökkar og lítt áberandi. Sumar eru litskrúðugar og einkar fallegar. Þykki hluti framvængja er einkennandi á grastítum en vængæðarnar mynda nokkurs konar fleyg aftur eftir bakinu.

Flestar grastítur eru jurtasugur og eru margar tegundir skaðvaldar í matjurtaræktun. Sumar bera auk þess veirusýkingar í plönturnar. Sumar eru rándýr sem sjúga næringu úr öðrum smádýrum.

Á Íslandi finnast tvær tegundir grastítnaættar, önnur algeng víða, hin algeng staðbundið.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |