Sekkskjaldlúsarætt (Ortheziidae)

Almennt

Sekkskjaldlúsarætt er ein ætta skortítna sem sameiginlega kallast skjaldlýs. Ættin á langflesta fulltrúa í Norður- og Suður-Ameríku, en fáar tegundir finnast í öðrum heimshlutum. Alls eru um 200 tegundir skráðar í heiminum.  Aðeins 11 þeirra finnast í Evrópu.

Fullvaxnar eru þessar skjaldlýs í stærra lagi af skjaldlúsum að vera, þó ekki nema fáeinir millimetrar. Bolurinn er nánast hringlaga, hvítur og efra borðið þakið þykku mynstruðu vaxlagi, ekki ólíkt því að horft sé yfir sprunginn skriðjökul. Fætur og fálmarar eru dökkir. Kvendýr mynda sekk aftur úr sér til að verpa í tiltölulega stórum eggjum sínum. Val þessara skjaldlúsa á hýsilplöntum er fjölbreytt; mosar, grös, blómplöntur, runnar og jafnvel sveppir.

Á Íslandi finnst ein tegund af þessari sérstæðu ætt og er hún mjög algeng um land allt.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |