Gulsveðja (Urocerus sah)

Gulsveðja - Urocerus sah
Mynd: Erling Ólafsson
Gulsveðja, kvendýr. 33 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

S-Evrópa (Spánn), S-Rússland; N-Afríka og Miðausturlönd; N-Ameríka.

Ísland: Þrír fundarstaðir á Suðvesturlandi; Reykjavík, Vogar, Keflavík.

Lífshættir

Litlar upplýsingar liggja fyrir um lífshætti gulsveðju aðrar en að hún lifir á barrtrjám eins og aðrar skyldar tegundir; þini (Abies), greni (Picea) og furu (Pinus). Ekki er að efa að lífshættirnir er samskonar og hjá öðrum trjávespum sem hingað til lands berast.

Almennt

Gulsveðja er fágætur slæðingur til landsins með viði. Kunn eru þrjú tilfelli. Það fyrsta er frá Reykjavík í maí 1986 og barst með vörum innfluttum í trékössum. Hið næsta fannst í Keflavík í júlí 2002 og barst með timbri frá USA. Það síðasta fannst í Vogum á Vatnsleysuströnd í mars 2004, lifandi inni í þriggja ára gömlu sænsku einingahúsi. Tegund þessi er ekki líkleg til að hafa burði til landnáms hér á landi.

Gulsveðja er er stór trjávespa sem líkist beltasveðju (Urocerus gigas). Hún verður auðveldlega aðgreind frá henni á algulum haus, þar sem gulu blettirnir aftan við augun renna saman uppi á höfðinu.  Frambolur er gulleitur, bæði á baki og hliðum, fætur gulir nema afturfætur sem hafa dökka lærliði og dökkan neðri helming langliðar. Þetta kann þó að vera nokkuð breytilegt, auk þess nokkur kynjamunur. Afturbolur er gulur með svörtum beltum, líkt og á beltasveðju, en beltin eru óreglulegri og slitróttari.

Gulsveðja (Urocerus sah) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Gulsveðja (Urocerus sah) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Fauna Europaea. Urocerus sah. http://www.faunaeur.org/full_results.php?id=354297 [skoðað 20.4.2011]

Schiff, N.M., S.A. Valley, J.R. LaBonte & D.R. Smith 2006. Guide to the Siricid Woodwasps of North America. USDA Forest Service, Morgantown, West Virginia. 102 bls.

Smith, D.R. 1987. Urocerus sah (Mocsáry) (Hymenoptera: Siricidae) new to North America and Key to North American species of Urocerus. Proc. Entomol. Soc. Wash. 89:834–835.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |