Skrautfeti (Dysstroma citrata)

Skrautfeti - Dysstroma citrata
Mynd: Erling Ólafsson
Skrautfeti. 18 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Evrópa frá Alpafjöllum norður til Íshafsstranda, austur um N- og M-Asíu til stranda Kyrrahafs og Japans; Færeyjar.

Ísland: Algengur á láglendi um land allt, á miðhálendinu fundinn á Vesturöræfum (e.t.v. flækingur þar).

Lífshættir

Skrautfeti finnst við fjölbreytilegar aðstæður. Hann er einkar hrifinn af deiglendi með bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum) og fjalldrapa (Betula nana), finnst einnig í mólendi, kjarrlendi og blómlendi. Lirfurnar éta ýmsar tegundir plantna, t.d. bláberjalyng (Vaccinium), birki (Betula), víði (Salix) og eyrarrós (Chamerion latifolium). Eggin geymast yfir veturinn til að klekjast á vorin. Lirfurnar vaxa upp fyrri hluta sumars og púpa sig á miðju sumri. Fiðrildin fljúga síðan frá miðjum júlí og fram yfir miðjan september, í mestum fjölda í ágúst.

Almennt

Skrautfeti er með algengari fiðrildum á flögri hérlendis síðari hluta sumars. Hann er afar breytilegur á lit, sumir með óvenju skýru mynstri á framvængjum þar sem skiptast á dökkir og ljósir fletir, en grunnlitur margra er brúnleitur eða rauðbrúnn. Oft má merkja svarta pílu á enda framvængja.

Skrautfeti (Dysstroma citrata) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Skrautfeti (Dysstroma citrata) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Erling Ólafsson & Hálfdán Björnsson 1997. Fiðrildi á Íslandi 1995. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 32. 136 bls.

Skou, P. 1984. Nordens Målere. Håndbog over de danske og fennoskandiske arter af Drepanidae og Geometridae (Lepidoptera). Danmarks Dyreliv 2. Fauna Bøger & Apollo Bøger, Kaupmannahöfn & Svendborg. 332 bls.

Wolff, N.L. 1971. Lepidoptera. Zoology of Iceland III, Part 45. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 193 bls.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |