Mottafiðrildaætt (Oecophoridae)

Almennt

Upplýsingar um fjölda tegunda mottafiðrilda í heiminum eru óaðgengilegar en í Evrópu finnast 140 tegundir. Ættin hefur verið nokkuð á reiki og fræðimenn ekki á eitt sáttir um það hvar sumir tegundahópanna eigi helst heima í kerfinu. Mottafiðrildi eru frekar smávaxin og nokkuð breytileg að gerð. Vængir liggja ýmist tiltölulega flatir yfir bolnum í hvíld, en það á við um íslenskar tegundir, eða mynda ris yfir bolnum með krans af löngum hreisturflögum aftan til á enda framvængja sem mynda í hvíld uppreistan kamb svipað og hjá kálmölum (Plutellidae). Litur oftast grábrúnn, brúnn, ljósbrúnn, rauðgulur, stundum með fjölbreytilegu litmynstri. Mörg mottafiðrildi nærast á dauðum plöntum, kornvöru, vefnaði og ýmsu öðru tilfallandi. Í ættinni eru tegundir sem teljast til meinsemda.

Á Íslandi hafa einungis fundist tvær tegundir mottafiðrilda, báðar til óþurftar innanhúss í híbýlum og gripahúsum.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |