Kálmölsætt (Plutellidae)

Almennt

Kálmölsætt er tiltölulega fáliðuð með aðeins um 200 þekktum tegundum í heiminum, þar af 23 í Evrópu. Flest fiðrildin eru smávaxin, sum meðalstór. Bolurinn er grannur og vængir mjóir. Aftan til á endum framvængja er krans af löngum hreisturflögum sem gera vænglögunina nokkuð sigðlaga. Á aðfelldum vængjum í hvíld myndar hreistrið nokkurs konar upplyftan kamb aftan á fiðrildunum. Hreisturflögur á höfði eru sléttar líkt og vatnsgreiddur kollur. Fálmarar oft þykkari um miðjuna.

Á Íslandi lifir ein algeng tegund ættarinnar. Önnur er hér tíður flækingur með vindum allt sumarið, án efa algengasta flækingsfiðrildið sem berst til landsins. Berst stundum í gríðarlegum fjölda. Þegar hún berst til landsins framan af sumri verpir hún iðulega og getur af sér nýja kynslóð. Líkur benda til að hún lifi stundum af milda vetur.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |