Fanafiðrildaætt (Pterophoridae)

Almennt

Fanafiðrildi eru afar sérstök. Af þeim finnast yfir þúsund tegundir í heiminum. Þau eru skyldari stóru skrautfiðrildunum en minna áberandi smáfiðrildunum sem þau líkjast þó öllu heldur í útliti og daufum felulitum. Fanafiðrildi eru frekar smávaxin með grannan bol, langa örgranna fætur með sterkum sporum. Þó eru það vængirnir sem fyrst og fremst skilja fanafiðrildi frá öðrum ættum. Vængirnir eru jafnan klofnir þannig að ein djúp klauf gengur inn í enda framvængja og tvær enn dýpri inn í afturvængina. Vængirnir eru því líkastir fjaðrafönum. Sumar tegundir hafa þó heila vængi. Í hvíldarstöðu rúllast vængirnir saman að nokkru leyti, standa út frá líkamanum og vita oftast nokkuð aftur og upp. Í þeirri stöðu dyljast fanafiðrildi vel þar sem þau sitja á blómum eða grasstráum.

Ein tegund fanafiðrilda lifir hér á landi. Tvær að auki berast hingað af og til með haustvindum frá meginlandi Evrópu, báðar fáséðar.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |