Pysjufiðrildaætt (Coleophoridae)

Almennt

Pysjufiðrildi finnast víða um heim en þau eru talin eiga uppruna að rekja til norðanverðrar Evrasíu og er fjölbreytileikinn þar langmestur. Mun færri tegundir finnast á suðurhveli. Alls eru um 9.000 tegundir þekktar en víst er talið að fjölda tegunda þessarar erfiðu ættar hafi enn ekki verið lýst. Í Evrópu finnast um 570 tegundir. Þær tilheyra allar sömu ættkvísl (Coleophora) að 11 tegundum undanskildum.

Pysjufiðrildi eru flest mjög lítil og grönn, staflaga, flest með granna oddmjóa vængi sem leggjast með hliðum bolsins í hvíld. Vængir stundum breiðari. Vængjaðrar kögraðir. Fiðrildin eru dauflituð, gulleitt, grá, brún, hvít, stundum með greinanlegum beinum strikum á framvængjum. Lirfur hefja uppvöxt inni í fræjum plantna en færa sig út úr þeim er þær stækka og halda áfram að éta utan frá. Þá mynda þær um sig staflaga silkihulstur sem standa út frá blómunum. Þegar þær stækka ennfrekar endurnýja þær húsin, byggja stærra. Fiðrildin eru eitruð og geta valdið lömun ef þau eru borðuð. Er það þeirra vörn gegn rándýrum. Sum eru nokkuð algeng í húsum.

Á Íslandi finnast aðeins tvær tegundir pysjufiðrilda, báðar algengar í náttúrunni og geta lirfur þeirra verið áberandi hvítir stafir út frá blómöxum hærutegunda (Luzula) og hrossanálar (Juncus).

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |