Mannalúsaætt (Pediculidae)

Almennt

Hér er um að ræða blóðsugur með mikla sérhæfingu, skilyrðislausa aðlögun að mannslikamanum. Tegundir eru oftast taldar tvær, en sumir telja þær undirtegundir einnar og sömu tegundar. Um er að ræða höfuðlús (Pediculus capitis) og fatalús (Pediculus humanus) eftir því hvar á mannslíkamanum þær halda sig. Þegar vitnað er til þeirra sem undirtegunda verða nafngiftirnar Peduculus humanus capitis, og Pediculus humanus humanus, stundum Pediculus corporis (capitis vitnar til höfuðs, corporis til líkama). Talið er að fatalús hafi þróast frá höfuðlús enda er sú eldri en fatnaður mannfólks. Á þessum tveim er sáralítill munur, einna helst þó lengd liða í fálmurum. Þær æxlast saman eingöngu við aðstæður skapaðar í tilraunastofum en ekki á mannslíkamanum en þar ná þær sjaldan saman. Höfuðlýs festa egg sín (nitina) við rætur höfuðhára en fatalúsin við þræði í fatnaði.

Fullvaxta mannalús er 2,5-3,5 mm á lengd, gráhvít á lit, flatvaxin. Höfuð greinilegt með litlum hliðstæðum augum og stuttum fálmurum, frambolur breikkar aftur að langegglaga afturbol sem er breiðastur rétt aftan miðju og með greinilegri liðskiptingu. Þegar lús hefur sogið blóð þenst afturbolurinn út og blóðliturinn skín í gegn. Fætur mjög sterkbyggðir með sterkum krókbeygðum klóm, einni slíkri á hverjum fæti til að grípa utan um hár.

Báðar tegundirnar hafa fylgt mönnum hér á landi, fatalúsin er þó horfin með öllu, en höfuðlúsin traust í sessi.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |