Vorflugur (Trichoptera)

Almennt

Vorflugur skiptast í þrjá undirættbálka; Annulipalpia, Integripalpia og Spicipalpia. Þær eru meðalstór eða frekar stór skordýr með nokkuð mjúkan búk, oftast einlitar gul- eða grábrúnar. Á höfði eru langir þráðlaga, margliðskiptir fálmarar, áberandi augu og munnur sem líkist bitmunni þó eiginlega kjálka vanti. Hærðir vængir mynda risþak yfir bolnum í hvíldarstöðu, afturvængir mun breiðari en framvængir. Í heiminum eru um 12.000 tegundir þekktar. Í Evrópu finnast 24 ættir, en 3 á Íslandi, alls 12 innlendar tegundir.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |