Lækjabyttuætt (Apataniidae)

Almennt

Ættin er norðræn á norðurhveli og nær norður í heimskautalöndin. Norðanverð Evrópa og Norður-Ameríka og fjalllendi sunnar í álfunum. Alls eru 184 tegundir skráðar og hýstar í 18 ættkvíslum. Reyndar er stöðugt verið að vinna í þessum tegundum og breyta. Í Evrópu eru 26 tegundir skráðar í 2 ættkvíslum, allar nema 3 í ættkvíslinni Apatania.

Tegundir lækjabyttuættar voru lengstum hafðar innan grábyttuættar (Limnephilidae) enda fátt sem þarna skilur á milli. Helst eru það smáatriði sem greina má í vængæðakerfinu. Annars skal vísað til lýsingar á grábyttuætt.

Ein tegund lækjabyttuættar finnst á Íslandi. Hún er útbreidd um land allt og elst upp í straumvatni.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |