Dvergfætlur (Symphyla)

Almennt

Hvítfætlur eru smávaxnar fjölfætlur, í mesta lagi sex mm á lengd. Bolur þeirra er liðskiptur, grannur og veikbyggður, alhvítur á lit. Bakplötur eru þunnar og flatar. Kúlulaga höfuð mjókkar fram í fíngerðan bitmunn sem veit fram og niður. Hvítfætlur hafa ekki augu en fálmarar þeirra eru langir og örgrannir, gerðir úr fjölmörgum mjög stuttum liðum. Eitt par fóta er á hverjum lið bolsins, alls 12 pör. Tveir odddregnir kítínstafir vita aftur og upp frá afturenda. Í heiminum eru yfir 200 tegundir þekktar. Í Evrópu finnast tegundir af 2 ættum. Önnur þeirra finnst á Íslandi og á þar einn fulltrúa.

Flokkunarfræði þessa flokks fjölfætlna er illa skilgreind. Hvítffætlur sem slíkar hafa þó verið mikið rannsakaðar en grunur leikur á að þar sé að finna meiðinn sem liggur til skordýranna á þróunarbrautinni. Ekki hefur flokkunarfræðingum tekist að skilgreina ættbálka innan flokksins. Er því horft beint til ætta þó þar sé einnig margt óljóst.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |