Duggönd (Aythya marila)

Útbreiðsla

Duggönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.

Stofnfjöldi

Duggönd verpur allvíða um land og hefur íslenski varpstofninn verið gróflega metinn 3.000−5.000 pör (Umhverfisráðuneytið 1992). Stór hluti hans er við Mývatn og sáust þar lengi um 2.000 steggir að vori. Duggönd hefur fækkað mikið á Mývatni á síðustu árum og steggirnir aðeins verið 400−1.000 frá árinu 2010 (Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn). Er farfugl að mestu en nokkur hundruð fugla hafa vetursetu á Suðvesturlandi (Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar) og nokkrir tugir í Berufirði á Austfjörðum (Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn).

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN VU LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 8,2 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1990–2015

Duggöndum hefur fækkað mikið við Mývatn sem hefur verið langmikilvægasta varpsvæði þeirra hér á landi (Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn). Eins hefur þeim fækkað á ýmsum vötnum á þessum slóðum (Yann Kolbeinsson o.fl. 2018). Fækkunin við Mývatn nemur 61% á viðmiðunarárunum (1990–2015) eða 3,79% á ári. Eins hefur duggöndum fækkað mikið á varptíma á völdum talningasvæðum á Innnesjum á síðustu árum (Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2017). Í ljósi þessa, og þá einkum bágrar stöðu stofnsins við Mývatn, er duggönd flokkuð sem tegund í hættu (EN, A2ab).

Viðmið IUCN: A2ab

A2. Fækkun í stofni ≥50% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt:(a) beinni athugun,(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Duggönd var ekki í hættu (LC).

Global position

Duggönd hefur fækkað á vetrarstöðvum í Evrópu og er þar á válista sem tegund í nokkurri hættu (VU; BirdLife International 2015).

Verndun

Duggönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá duggönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða duggönd frá 1. september til 15. mars.

Válisti

Mývatn er eina svæðið hér á landi sem hefur alþjóðlega þýðingu fyrir duggendur (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 3.650 fuglar/birds; 1.217 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: N- og V-Evrópa = 2.150 fuglar/birds; 717 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Duggandarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Aythya marila in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year**% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Arnarvatnsheiði1 VOT-N_1 B **61 2012 1,5  
Skagi1 VOT-N_5 B **38 2012 1,0  
Mývatn–Laxá2 VOT-N_11 B 1.182 2006–2015 29,6 B1i, B2
Öxarfjörður3 VOT-N_12 B 46 2016 1,2  
Alls–Total     1.327   33,2  
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data 2Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn/unpubl. data 3Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data **Lágmarkstala/absolute minimum

Myndir

Heimildir

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2017. Fuglar á helstu vötnum og mýrlendi í Garðabæ 2017 Talningar á Vífilsstaðavatni, Vatnsmýri, Urriðavatni, Bessastaðatjörn, Kasthúsatjörn og Breiðabólsstaðatjörn. Unnið fyrir umhverfisnefnd Garðabæjar.

Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Árni Einarsson, Arnþór Garðarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2018. Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum árið 2017. Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn. NNA-1802.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Duggönd (Aythya marila)

Samantekt á Ensku

The Aythya marila population in Iceland is roughly estimated 3,000‒5,000 pairs with approx. 30% breeding at Lake Mývatn, a designated IBA for this species.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, A2ab), uplisted from Least concern (LC) in 2000.