Grafönd (Anas acuta)

Útbreiðsla

Grafönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu og er hér strjáll varpfugl víða um land, einkum í flæðilöndum á Norður- og Austurlandi.

Stofnfjöldi

Stofninn hefur gróflega verið metinn innan við 500 pör (Arnþór Garðarsson 1975b). Grafönd er nær alger farfugl hér á landi. Þekktir eru nokkrir hausthópar, m.a. í Öxarfirði og Úthéraði og eru þeir stærstu nokkur hundruð fuglar. Á Mývatni hafa sést allt að 70 steggir á vorin (Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn) og á öðrum votlendissvæðum sem vöktuð voru í Þingeyjarsýslu 2004−2015 hafa steggirnir flestir verið um 30 (Yann Kolbeinsson o.fl. 2016).

Válistaflokkun

NT* (í yfirvofandi hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
NT* LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,8 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Íslenski grafandarstofninn er ekki vel þekktur en talinn vera innan við 1.000 kynþroska fuglar og flokkast því strangt til tekið í nokkurri hættu (VU, D1). Þetta mat er hins vegar fært niður samkvæmt leiðbeiningum IUCN, enda getur íslenski grafandarstofninn ekki talist einangraður og er auk þess <1% af evrópska stofninum (1 flokkur). Endanlegt mat er því að grafönd sé í yfirvofandi hættu (NT).

Á Válista 2000 var grafönd flokkuð (eftir eldra kerfi IUCN) sem tegund í yfirvofandi hættu (LR, cd sem samsvarar NT). Frekar hefði átt að meta hana sem tegund í nokkurri hættu (VU) enda stofninn þá, eins og nú, líklega minni en 1.000 kynþroska einstaklingar og matið því í raun hið sama þá og nú.

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Grafönd var flokkuð sem tegund í yfirvofandi hættu (LR).

Verndun

Grafönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Engir varp-, viðkomu- eða fjaðrafellistaðir hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægir fyrir grafendur.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa /V-Afríka = 6.650 fuglar/birds; 2.217 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa = 650 fuglar/birds; 217 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Myndir

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Grafönd (Anas acuta)

Samantekt á Ensku

The Anas acuta population in Iceland is roughly estimated 500 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2018: Near threatened (NT) as in 2000.