Skeiðönd (Spatula clypeata)

Skeiðönd (Spatula clypeata)
Mynd: Daníel Bergmann

Skeiðönd (Spatula clypeata) ♂.

Skeiðönd (Spatula clypeata)
Mynd: Daníel Bergmann

Skeiðönd (Spatula clypeata) ♀.

Útbreiðsla

Skeiðönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Hún er farfugl, en stöku fuglar sjást hér á vetrum.

Stofn

Skeiðönd er sjaldgæfur varpfugl hér á landi á andríkum svæðum (væntanlega vel innan við 100 pör) og er hvergi algeng.

Válisti

VU* (í nokkurri hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
VU* LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,5 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Íslenski skeiðandarstofninn er lítill og talinn innan við 250 kynþroska fuglar. Hann flokkast því strangt til tekið í hættu (EN, D). Þetta mat er hins vegar fært niður um einn flokk samkvæmt leiðbeiningum IUCN, enda getur íslenski skeiðandarstofninn ekki talist einangraður og er auk þess <1% af evrópska stofninum. Endanlegt mat er því að skeiðönd sé í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Skeiðönd var flokkuð sem tegund í hættu (EN).

Verndun

Skeiðönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engir varp-, viðkomu- eða fellistaðir hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægir fyrir skeiðendur.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: 5.810 fuglar/birds; 1.937 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa = 560 fuglar/birds; 187 pör/pairs (Wetlands International 2016)

English summary

The Spatula clypeata population in Iceland is roughly estimated <100 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D), downlisted from EN in 2000.

Heimildir

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |