Toppönd (Mergus serrator)

Útbreiðsla

Toppönd verpur í N-Ameríku, en einnig á Grænlandi, í Evrópu og Asíu. Er staðfugl að mestu.

Stofnfjöldi

Toppönd er allalgeng á Íslandi og hefur verið giskað á að 2.000−4.000 pör verpi hér (Umhverfis­ráðuneytið 1992). Er staðfugl að mestu og er nær eingöngu á sjó á vetrum; alls um 10.000 fuglar (Arnþór Garðarsson 2009).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,3 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 22 ár.

Toppandarstofninn virðist hafa vaxið verulega á undanförnum árum (vetrarvísitala tvöfaldaðist 1992–2014) og er auk þess það stór að hann er ekki talinn vera í hættu (LC) (sjá graf).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Toppönd var ekki í hættu (LC).

Global position

Toppönd  hefur fækkað töluvert í Evrópu og er því skráð þar á válista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT; BirdLife International 2015).

Verndun

Toppönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá toppönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða toppönd frá 1. september til 15. mars.

Válisti

Tvö varpsvæði toppandar hér á landi eru alþjóðlega mikilvæg, Breiðafjörður og Mývatn (44. tafla), en engir viðkomu-, fjaðrafellistaðir eða vetrarstöðvar falla í þann flokk. Stærstu fellihóparnir, í Grunnafirði og á Höfðavatni í Skagafirði, slaga þó upp í viðmiðunarmörkin.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/Grænland = 1.140 fuglar/birds; 380 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A-Grænland/Ísland/Bretlandseyjar = 970 fuglar/birds; 323 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Toppandarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Mergus serrator in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 50 2016 1,7  
Breiðafjörður  FG-V_11 B 450 2016 15,0 A4i, B1i, B2
Mývatn–Laxá1 VOT-N_11 B 516 2006–2015 17,2 A4i, B1i, B2
Öxarfjörður2 VOT-N_12 B 30 2016 1,0  
Melrakkaslétta FG-N_4 B 50 2016 1,7  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 300 2016 10,0  
Alls–Total     1.912   46,5  
1Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn/unpubl. data 2Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data  

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson 2009. Fjöldi æðarfugls, hávellu, toppandar og stokkandar á grunnsævi að vetri. Bliki 30: 49–54.

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf[skoðað 20.10.2016].

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Toppönd (Mergus serrator)

Samantekt á Ensku

The breeding population of Mergus serrator in Iceland is roughly estimated 2,000‒4,000 pairs and a winter survey resulted in 10,000 birds. Two breeding areas are designated IBAs and almost half of the population may breed in such areas.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.