Teista (Cepphus grylle)

Útbreiðsla

Teistan verpur við norðanvert Atlantshaf og hér verpur hún víða með ströndum landsins og virðist vera staðfugl að mestu. 

Stofnfjöldi

Nokkur stór teistuvörp eru þekkt (sjá kort) en víða verpa stök eða fá pör saman. Teistustofninn er afar illa þekktur og sömuleiðis vantar yfirleitt tölulegar upplýsingar um einstök vörp eða varpsvæði. Giskað var á 30−50 þúsund pör kringum 1990 (Umhverfisráðuneytið 1992) en síðar 10–15 þúsund pör (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Fylgst hefur verið með teistuvarpi á afmörkuðum svæðum (Ævar Petersen 2001, Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir 2004) og eins eru brotakenndar upplýsingar um teistur héðan og þaðan. Teistum hefur fækkað víða og er stundum hægt að tengja það við afrán minks (Jón Hallur Jóhanns­son og Björk Guðjónsdóttir 2004). Teistum er einnig mjög hætt við að lenda í grásleppu­netum 1990 (Frederiksen og Petersen 2002). Mest rannsakaða teistuvarp landsins, í Flatey á Breiðafirði, er nú aðeins svipur hjá sjón; þar verpa nú aðeins um 80 pör en voru flest 530 árið 1987 (Ævar Petersen 2001, Ævar Petersen o.fl. 2016). Vetrarfuglavísitölur Náttúrufræðistofnunar á landsvísu sýna nokkrar sveiflur en samfellda fækkun eftir 1985.

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 10,9 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1981–2014

Teistu hefur fækkað víða um land (ekki þó í Hrísey), m.a. um 80% í Flatey en töluleg gögn eru því miður af skornum skammti. Samkvæmt vetrarvísitölu minnkaði stofninn >50% á viðmiðunarárunum 1981–2014 eða 2,16% á ári (sjá graf). Teistan er því flokkuð sem tegund í hættu (EN, A2abcd).

Viðmið IUCN: A2abcd

A2. Fækkun í stofni ≥50% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt eftirtöldum atriðum:(a) beinni athugun,(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni,(c) samdrætti á dvalar- eða varpsvæði, útbreiðslusvæði og/eða hnignun búsvæðis,(d) umfangi raunverulegrar eða mögulegrar nýtingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Teista var ekki í hættu (LC).

Verndun

Teista er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka teistu taldist til hefðbundinna hlunninda 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis.

Válisti

Vegna skorts á upplýsingum er aðeins með grófum hætti hægt að meta þýðingu nokkurra svæða fyrir teistu (sjá töflu), en öruggt má telja að Breiðafjörður sé mikilvægasta varpsvæði teistu hér við land.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 ii: heimsstofn/global 4.290 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 ii: Ísland = 125 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Teistuvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Colonies of Cepphus grylle in important bird areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Breiðafjörður SF-V_8 B 2.000 2016 16,0 B1ii
Vigur SF-V_26 B 200 2000 1,6 B1ii
Æðey1 SF-V_28 B 500 2000 4,0 B1ii
Hrísey2 SF-N_7 B 164 2014 1,3 B1ii
Viðvíkurbjörg SF-A_1 B 200 1976 1,6 B1ii
Papey SF-A_11 B 200 2000 1,6 B1ii
Þvottárskriður FG-A_4 B 120 1979 1,0  
Alls–Total     (3.384)   (27)  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat 1Ólafur Einarsson 2000 2Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014

Myndir

Heimildir

Frederiksen, M. og Æ. Petersen 2002. Adult survival of the Black Guillemot in Iceland. Condor 101: 589–597.

Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir 2004. Áhrif minks á teistuvarp á Ströndum. Náttúrufræðingurinn 76: 29–36.

Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].

Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti 2: fuglar. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands. http://utgafa.ni.is/valistar/valisti_2.pdf [skoðað 30.4.2018]

Ólafur Einarsson 2000. Iceland. Í Heath, M.F. og M.I. Evans, ritstj. Important Bird Areas in Europe: Priority sites for conservation. Volume I – Northern Europe, bls. 341–363. Cambridge: BirdLife International.

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014. Fuglar í Hrísey á Eyjafirði. Talning sumarið 2014 með samanburði við talningar 1994 og 2004. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Akureyrar.

Ævar Petersen 2001. Black Guillemots in Iceland: A case-history of population changes (Box 70). Í Arctic Flora and Fauna: Status and Conservation, bls. 212–213. Helsinki: CAFF/Edita.

Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen, Kane Brides og Morten Frederiksen 2016. Long-term study of black guillemots in Iceland. The 2016 Seabird Group Conference, Edinburgh 6-9th September 2016.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Teista (Cepphus grylle)

Samantekt á Ensku

Cepphus grylle population in Iceland was roughly estimated 10,000−15,000 pairs in 2000 and appears to have steadily declined since the mid-1980s. Approx. 27% of the population may nest in designated IBAs.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, A2abcd), uplisted from Least concern (LC) in 2000.